Kirkjan lýsir yfir stríði

Punktar

Ekki skil ég, á hvaða ferð þjóðkirkjan íslenzka var á Kristsdegi í Hörpu. Var að minnsta kosti ekki að velta um borðum víxlaranna í musterinu. Þvert á móti varaði hún almúgann við að trufla ríkisstjórnina við hennar góðu störf í okkar þágu. Svo var beðið fyrir kvótanum og kvótagreifunum, sem fjármagna yfirgang bófanna gegn fólkinu. Þetta var svo langt úti á hægra jaðri, að líkja má við stríðsyfirlýsingu þjóðkirkjunnar gegn almenningi. Svo var kallað í guð og þá birtist bara Haarde á tjaldinu og var enn að biðja guð um hjálp. Einhverjir aðrir en þjóðkirkjan munu verða til að velta um borðum víxlarana í musterinu.