Kína – Indía – Rússía

Punktar

Kínverjar eru sagðir geta hugsað sér að eignast Íslandsbanka. Bara vantar, að Indverjar eignist Arion og Rússar eignist Landsbankann. Þá eru komin að málinu þrjú helztu vinaríki forseta vors, sem hefur óbeit á Evrópu. Sagt er, að þetta muni minnka snjóhengju gjaldeyrismála um meira en helming og gera krónuna aftur gjaldgenga. Svo er spurning, hvort Kínverjar, Rússar og Indverjar verði harðdrægari við kúnnana heldur en núverandi stjórnendur og eigendur bankanna. Líklega getur vond staða ekki versnað. Við bíðum bara eftir, að ríkisstjórn, er hatar Evrópu, gefi þessum vinum sínum grænt ljós.