Kína varð heimsveldi á að hafna ráðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Neitaði að rífa regluverk og eftirlit. Neitaði frjálsum flaumi fjármagns. Beitti ríkisafskiptum í flestum greinum atvinnulífsins. Sleppti ekki víkingum lausum eins og Rússland gerði. Sjóðurinn krafðist skyndiárásar á vandamál hagkerfisins, en Kínverjar fóru hægfara leiðir. Verðbólga varð engin í Kína öfugt við nágrannaríkin undir járnhæl sjóðsins. Vegna óbeitar Kínverja á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum urðu þeir mun örar ríkari en nágrannar þeirra. Kína er oft stillt upp sem andstöðu Rússlands, sem lét sjóðinn stjórna sér.