Kiðagil

Frá jeppavegi um Sprengisand vestan við Kiðagilshnjúk um Dældir til Kvíakofa við Skjálfandafljót.

Þetta er hluti hinnar fornu Biskupaleiðar yfir Ódáðahraun. Nú er farið aðeins norðar niður að Skjálfandafljóti eftir jeppaslóð að Kvíakofa og komið þar aftur á meginleiðina.

Leiðin liggur sunnan við Kiðagil, sem frægt er af kvæði Gríms Thomsen, þar sem segir meðal annars: “Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, / rökkrið er að síga á Herðubreið, / álfadrottning er að beisla gandinn, / ekki er gott að verða á hennar leið; / vænsta klárinn vildi ég gefa til / að vera kominn ofan í Kiðagil.” Enn í dag eru margir fegnir á þessari leið, þegar landið fer að lækka niður að Bárðardal. Þvert yfir þessa leið reið Þórður kakali Sighvatsson úr Bleiksmýrardal suður á Sprengisand.

Förum frá jeppaveginum vestan Kiðagilshnjúks eftir slóð suður hlíðina og svo áfram suður að Kiðagili og meðfram því norðanverðu að Dældum við Skjálfandafljót. Síðan norðaustur með fjallinu vestan fljótsins um Kvíar að Kvíakofa við Skjáfandafljót. Þar er gamalt vað á fljótinu.

10,3 km
Þingeyjarsýslur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson