Ketubruni

Frá Keldulandi í Húnaþingi um Ketubruna að Ketu á Skaga í Skagafirði.

Ketubruni eru háir og lítt grónir hraunhólar með djúpum bollum milli hólanna. Leiðin liggur raunar norðvestan við Ketubruna, sem eru á miðjum skaganum.

Leiðarlýsing í Árbók FÍ 2007: “Var farið um Moldás, eftir fjöruborði Langavatns og yfir Langavatnsá á ósnum, síðan áfram með vatninu upp að tveimur tjörnum í Langavatnsflóa. Yfir vík á neðri tjörninni, beygt til hægri upp í jaðar á lágu holti, upp með því, beygt til vinstri, fyrir illfærustu keldu Langavatnsflóa. Þaðan upp í Háaleiti, framhjá gamalli torfvörðu. Áfram yfir Háaleiti, skammt vestan við Háaleitis-tjörnina, áfram út holtin. Þar sér á stöku stað fyrir merkingu leiðar með smá vörðum eða steinum reistum á rönd. Götuslitur langleiðina austur undir vestara Höfðavatn. Framhjá vatninu að suðaustanverðu.”

Byrjum á þjóðvegi 745 um Skaga norðan við Kelduland. Förum norðaustur með Fjallsöxl og vesturenda Langavatns. Síðan norðaustur um Bessalækjarbreiður og norðvesturhorn Ketubruna í 200 metra hæð, norðaustur um Höfðavötn og austan við Skálavatn. Síðan um Urðarselstjörn norðaustur á þjóðveg 745 við Ketu á Skaga.

21,8 km
Húnavatnssýslur

Nálægar leiðir: Aravatn, Heylækur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort