Eigendur Kers í Grímsnesi hafa vælt út peninga ríkisins til að borga fyrir bílastæði og göngustíga við gíginn. Samt þykjast þeir hafa vald til að mæla fyrir um, hverjir megi nota þessi bílastæði og göngustíga. Ég geri engar kröfur til mannasiða forstjóra Moggans, en hafna túlkun hans á víðfeðmi einkaeignar. Um eignarhald á landi hafa frá örófi alda og gilda enn reglur í lögum. Þessi ákvæði eru nákvæm og rekja, hvað landeigendur mega ekki gera. Þeir mega til dæmis ekki hefta för manna utan túna. Frjáls er ferð fólks um óræktað land. Líka um land þeirra, er hafa brenglaða trú á mátt einkaeignar.
