Kerfisbundin lygi

Punktar

Nicholas D. Kristof telur í New York Times, að Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sé þungamiðja lygavefsins, sem stjórn Bandaríkjanna hefur spunnið til að selja bandarískum kjósendum stríð við Írak. Hann segist hafa upplýsingar um, að reynt að hafi verið að setja fleiri lygar á flot, meðal annars um samstarf Sýrlands og Íraks og um gereyðingarvopn á Kúbu, til að undirbúa árás á þessi lönd. Að mati Kristof eru ráðamenn Bandaríkjanna kerfisbundnir lygarar.