Keppni í þjóðrembu

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ágætis forskot á Bjarna Benediktsson í þjóðrembunni. Segist aðeins borða íslenzkan mat, ekki innfluttan. Bjarni á eftir að ná þeim hæðum. Báðir segjast eindregið andvígir frekari viðræðum við Evrópusambandið. Reyna að marka sér stöðu sem eindregnir þjóðrembingar. Hentar flokkum, sem vilja láta kjósendur gleyma aðild þeirra að útrásinni og stuðningi við sérhagsmuni. Varla verður pláss fyrir tvo þjóðrembuflokka í næstu kosningum. Sigmundur hefur tekið forustuna með sérstæðum matarkúr. En Bjarni verður skarpari í langhlaupinu um varanlega forustu í þjóðrembunni.