Maureen Dowd segir í New York Times, að hrokafullar heimsvaldakenningar ráðamanna Bandaríkjanna um auðvelda árás á Írak hafi mætt raunveruleikanum í eyðimörkum Íraks og sokkið þar í sandinn. Þeir séu fákunnandi um framandi menningarheima og hafi látið koma sér á óvart, að sjítarnir í Basra, sem lengi hafa sætt ofsóknum Saddam Hussein, skuli ekki dansa fagnandi móti innrásarhernum. En sjítar muni enn þá tíð, þegar faðir núverandi Bandaríkjaforseta sveik þá í tryggðum eftir árásina á Írak fyrir rúmum áratug.