Ekta kavíar úr styrjuhrognum er líka á uppleið í verði og á útleið af markaði. 28 grömm af Beluga eru komin yfir 10.000 krónur á eBay. Þetta er svartamarkaðsverð, því að ekki er til neinn venjulegur markaður með Beluga, Oscietre og Sevruga, dýrstu þrjár tegundirnar. Íranir og Rússar veiða mest af þessum kavíar í Kaspíahafi. Lögleg og ólögleg ofveiði hefur farið úr böndum á þeim slóðum. Ekta kavíar er nánast hættur að sjást í veitingahúsum í Evrópu. Hann fer aðallega til arabískra fursta. Við fáum okkur ekki lengur ekta kavíar með kampavíni og pönnukökum á Petrossian.
