Kattarrófa

Frá Tjörn á Vatnsnesi að Syðri-Þverá í Hópi.

Margrét Friðriksdóttir skrifar: “Dalurinn þrengist þegar innar dregur og þar fór að ganga betur. Innst er snarbratt einstigi, svokölluð Kattarrófa, sem liðast uppá Heiðargöturnar. Þar tókst að halda stóðinu slöku um stund áður en við byrjuðum að feta okkur upp Kattarrófuna sem reyndist ekki nærri því eins ægileg og maður hafði búið sig undir og því létt framundan. Hinar svokölluðu Heiðargötur voru talsvert ógreinilegri en maður hefði búist við af “fornri þjóðleið” og svo var stóðið ekki alveg sammála knöpunum um hvar best væri að fara. Skemmst er frá því að segja að fjallið er alsett pyttum og mýrarflákum af verstu gerð, vægast sagt erfitt yfirferðar.”

Förum frá Tjörn suður Katadal inn í dalbotn. Þaðan upp Kattarrófu og suður Heiðargötur, suður Dagagil og Þverárgil. Síðan austur að Syðri-Þverá.

15,9 km
Húnavatnssýslur

Nálægir ferlar: Hópið, Borgarvirki.
Nálægar leiðir: Langihryggur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort