Katrín lofar og lofar

Punktar

Katrín Jakobsdóttir forsætis hefur lofað Alþýðusambandinu hækkun atvinnuleysisbóta um 50.000 krónur á mánuði. Ennfremur hefur hún lofað að skipa nefndir til að bæta lítinn kost öryrkja og gamlingja. Loforð Katrínar eru einskis virði, einkum þau, sem snúast um nefndir. Loforðunum er ætlað að hjálpa Alþýðusambandinu að halda niðri lífskjörum almennings með Salek-sátt, meðan hinir betur settu fá um og yfir 100.000 krónur á mánuði, þingmenn raunar langt yfir því. Tókst að því leyti, að meirihluti aðildarfélaga ASÍ hljópst undan merkjum fátæklinga. Takist umboðsmönnum auðfélaga að halda völdum í Eflingu, hefur Katrín fullan sigur í stríði sínu við fátæka.