Katlavegur

Frá Höfn í Melasveit að Leirárgörðum í Leirársveit.

Katlavegur var áður fyrr fjölfarinn, þegar réttir voru í Höfn. Þá voru allir fjárrekstrar um Katlaveginn sem fóru frá Hafnarrétt til Leirársveitar. Auk þess fóru Borgfirðingar oft þar um á leið sinni til eða frá Akranesi, einkum um haust og vor, ef Skarðsheiði var ófær.

Förum frá Höfn í Melasveit austsuðaustur yfir veg 1, austsuðaustur Katlaveg meðfram fjallgarðinum. Framhjá línuvegi úr byggð norðaustur á Skarðsheiði. Þaðan til suðurs fyrir vestan Leirá að brúnni yfir ánni á þjóðvegi 504 hjá Leirárgörðum.

10,1 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Skarðsheiði, Leirárdalur, Hafnarskógur.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH