Karlmenni

Punktar

Barnett og Rivers segja í Boston Globe, að karlmenn séu hafðir fyrir rangri sök. Mismunur meðalvinnutíma, að heimilisstörfum meðtöldum, hjá kynjunum hafi minnkað úr hálfum þriðja tíma niður í einn. Þær segja rannsóknir sýna einnig, að strákar geti bæði talað og skrifað, karlmenn geti fóstrað börn, þeir gefi góð ráð í sama mæli og konur og séu alls ekki frá náttúrunnar hendi þannig gerðir, að þeir leiti upp í rúm hjá næstu konu. Það sé bara rugl, sem bíómyndir og sjónvarpsþættir frá Ameríku hefur komið inn hjá almenningi. Trygglyndi karla í sambúð mælist raunar 78% og kvenna 85%.