Karisma forsetaefna

Punktar

Tvær frambærilegar konur hyggjast bjóða sig fram til forseta Íslands. Styð þær báðar. Bíð bara eftir alvöru könnunum á fylgi þeirra. Þær kunna að hafa misjafnt karisma í hjarta venjulegra kjósenda. Atkvæði mitt mun falla á þá, sem hefur meiri líkur á að fella núverandi forseta. Þótt þær séu jafnar að kostum og báðar meira en hæfar, verð ég að styðja þá, sem höfðar betur til fólks. Sú þeirra stendur auðvitað nær okkur sem forseti okkar. Bezt væri, að kannanir leiddu til, að önnur félli frá framboði og styddi hina til sigurs. Og að sjálfsögðu er nú þegar ekki pláss fyrir fleiri forsetaframbjóðendur.