>Maureen Dowd segir í New York Times frá nýjustu afrekum John Poindexter, sem var yfirmaður Oliver North og bar ábyrgð á Íran-Kontra hneykslinu á Nixons-tímanum. Nú er hann yfirmaður tækniþróunar stríðsmálaráðuneytisins á eftirliti með bandarískum ríkisborgurum. Meðal annars er hann að láta þróa tækni til að þekkja fólk af göngulagi þess eins og það birtist í eftirlitsmyndavélum, um leið og fylgst er með innkaupavenjum þess, krítarkortanotkun, tölvupósti, bankareikningum, sumarleyfum, lyfjareseftum og svo framvegis að hætti Stóra Bróður. Hún bendir á, að eftirlit með göngulagi fólks geti orðið afdrifaríkt, ef einhver lenti í körfuboltaslysi og færi færi að ganga eins og eftirlýstur efnafræðingur frá Írak. Skárra væri að fá íslenzkt kargaþýfisgöngulag og vera stimplaður sem framsóknarmaður. Osama bin Laden hlýtur að vera skemmt.
