Kárahnjúkar

Frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal um Kárahnjúka að Sauðafelli við Snæfell.

Þjóðvegur nútímans að Kárahnjúkum.

Byrjum utarlega í Hrafnkelsdal nálægt Vaðbrekku. Þar er leið um Hrafnkelsdal. Förum eftir jeppaslóð suðvestur upp Vaðbrekkuháls. Síðan til suðurs vestan í Fjallkolli og áfram til suðurs hjá vesturbrún Hrafnkelsdals og síðan framhaldi hans í Glúmsstaðadal. Við vinnubúðir Kárahnjúka förum við til suðausturs yfir Glúmsstaðadal og Þuríðarstaðadal að norðurenda Grjótárhnjúks. Þaðan austur að þjóðvegi 910 norðan við Sauðafell, sem er nyrzt Snæfellshnjúka.

33,9 km
Austfirðir

Bílvegur

Nálægir ferlar: Sænautasel.
Nálægar leiðir: Hvannstóðsfjöll, Brattifjallgarður, Aðalbólsleið, Vesturöræfi, Snæfell, Hölkná, Byttuskarð, Eyvindarkofaver.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort