Fréttablaðið leggur lista mikilvægra spurninga fyrir frambjóðendur í prófkjöri stjórnmálaflokkanna. Þar er meðal annars spurt um Kárahnjúka og stækkun álvers í Straumsvík. Athyglisvert er, að helmingur þeirra, sem bjóða sig fram hjá Samfylkingunni, styður orkuverið við Kárahnjúka. Þegar talið hefur verið upp úr kössunum í vor, verður til þingflokkur, sem kann að vera góður í félagslegum vandamálum, en er gersamlega ónýtur til afreka í umhverfisvernd. Svo klofin er Samfylkingin í afstöðu til þess málaflokks, sem heitast mun brenna á þjóðinni næsta áratuginn.
