Kambsskarð

Frá Stóra-Kambi í Breiðuvík til Fróðár í Fróðársveit.

Gamla alfaraleiðin, nokkru styttri en Fróðárheiði. Símalína liggur um skarðið.

Förum frá Stóra-Kambi norður og upp Kambshóla, og í miklum sneiðingum norður í Kambsskarð í 480 metra hæð milli Einbúa að vestan og Hests að austan. Síðan niður í Draugagil og vestan við Fróðárkotsmúla norður og niður í Fróðárdal að gamla veginum við Fróðá sunnan við Bugsvötn.

8,3 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Fróðárheiði Búlandshöfði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort