Kaloríur eru kaloríur

Megrun

Þú kemst ekki hjá kaloríum. Kaloríur eru kaloríur. Hverfa ekki si svona. Ef þú innbyrðir kaloríur, þarf líkaminn að losna við þær aftur. Kaloríur eru hitaeiningar, sem mæla orku. Ef þær koma of margar, hleðst upp geymd orka, fita. Svo einfalt er það. Engir galdrar duga til að láta kaloríur hverfa. Því er svo mikilvægt að skilja kaloríubúskap líkamans. Að komast upp á lag með að telja innbyrtar kaloríur á hverjum degi. Að komast að raun um, hvar þitt persónulega jafnvægi er. Þar helzt þyngd þín óbreytt. Þegar þú hefur fundið jafnvægið, setur þú þér markmið um að innbyrða aðeins færri kaloríur.