Kálfstindar

Milli Eyfirðingarvegar sunnan við Skjaldbreið og Stóra-Dímons á Lyngdalsheiði.

Ógreinileg jeppaslóð, sem þræðir milli hrauns og hlíða. Þarna var ekki áður leið, en hún er vel fær hestum. Kálfstindar eru móbergshryggur með reisulegum tindum. Hann hefur sömu stefnu og gosvirka beltið í heild, norðaustur-suðvestur. Syðri endi tindanna er Reyðarbarmur og Barmaskarð. Þar vestur af er áberandi hóll, Stóri-Dímon. Við hann er Tintron, strýtulaga gervigígur og hellir.

Byrjum á Eyfirðingavegi við norðvesturhorn Skriðunnar andspænis Skjaldbreið, um 2 km austan við áningu undir Kerlingu, í 520 metra hæð. Förum suður með Skriðu, milli Þjófahrauns og hlíða. Förum áfram inn Langadal í áttina að Klukkuskarði og síðan norður fyrir endann á Skefilsfjöllum og suður með fjöllunum að vestanverðu. Áfram fylgjum við Skefilsfjöllum og síðan Kálfstindun. Þegar við komum að Eldborgum á Hrafnabjargahálsi, víkjum við frá tindunum til suðvesturs að Stóra-Dímon. Við förum norðan og vestan við hann og komum í 280 metra hæð að þjóðvegi 365 um Gjábakkahraun.

28,6 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Klukkuskarð, Biskupavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort