Starbucks lokaði öllum sjöþúsund kaffihúsum sínum í Bandaríkjunum í þrjá klukkutíma á þriðjudaginn. Tíminn var notaður til að kenna starfsfólki að laga almennilegt kaffi. Jafnframt var tilkynnt, að hætt yrði að reiða fram morgunverð með steikingarlykt. Mér er minnistæð hin hræðilega lykt af bandarískum morgunmat, sem samkvæmt þessu verður lagður niður í Starbucks. Virðingarvert er, að verzlunarkeðja reynir að brjótast úr keðjumennsku. Og leitar upprunans í viðskiptaháttum kaupmannsins eða kaffihússins á horninu.