Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndar ekki ríkisstjórn kaffibandalagsins með stjórnarandstöðunni. 31 þingmenn eru einum færri en meirihluti. Vinstri grænir unnu að vísu fjóra þingmenn, en Samfylkingin tapaði tveimur. Ráðamenn hennar túlka það sem sigur á grunni gamalla kannana fyrir nokkrum vikum. En það er samt ósigur, því að miða verður við síðustu kosningar og breyttan fjölda þingmanna. Samfylkingin tapaði ekki eins hart og Framsókn og Íslandshreyfingin, en tapaði samt. Hún er dæmd til að taka hlutverk Framsóknar sem hækja í stjórn hjá Geir Haarde.