Kaffi og kökur

Punktar

Þótt bannað sé að drekka á íþróttavöllum, bera knattspyrnusambandið og fótboltafélög áfengi í hefðarfólk í hliðarsal. Fréttablaðið hefur undanfarið birt myndir af þessu, síðast í morgun. Tvennt er athyglisvert við áfengið, fyrir utan að vera ólöglegt. Í fyrsta lagi halda sambandið og félög þess, að þau sleppi, ef þau kalla áfengið kaffi og kökur. Í öðru lagi telja sambandið og félög þess, að höfðingjar megi gera það, sem öðrum er meinað. Þetta fótboltasamband varð líka frægt fyrir karlrembu, þegar það afnam eyrnamerkt styrktarfé kvennalandsliðs. Til að allt færi í karlana.