Kæruleysi upplýst

Punktar

Stjórnvöld hafa játað sig sek eftir gagnrýni á kæruleysi í innflutningi á útlendingum. Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd, enda hefur Framsókn tröllatrú á nefndum. Forstjóri Alþjóðahúss telur kosta 70 milljónir á ári að gefa út texta á 15-20 málum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Ekki er upplýst, hvað kosti að gera nýbúum kleift að tala og lesa á íslenzku, en það er forsenda þess, að vel takist að taka við þeim. Ráðamenn ættu að blaðra minna um útlendingahatur gagnrýnenda og fara heldur að undirbúa aðlögun nýbúa.