Kadeau hlífir veskinu

Ferðir, Veitingar

Sigurganga Noma í Kaupmannahöfn hefur leitt til fjölgunar veitingahúsa þar í borg, er einnig sigla undir merki Nýnorræna Eldhússins. Mestum árangri hefur náð einfalt og íburðarlítið Kadeau, sem leggur áherzlu á hráefni frá Borgundarhólmi. Nicolai Nørregård er yfirkokkur. Kadeau hefur eina Michelin stjörnu og er töluvert ódýrara en tveggja stjörnu Noma. Á þeim stað er bara einn matseðill með 20-30 smáréttum og kostar sem svarar 32.000 krónum íslenzkum. Á Kadeau kostar fjórréttað 14.000 krónur íslenzkar og áttréttað kostar 19.000 krónur. Stofan er í Christianshavn eins og Noma, en handan aðalgötunnar Torvegade, við Wildersgade 10. Lokað er á kvöldin um helgar og  lokað í hádeginu sunnudaga-fimmtudaga. Hægt að fá borð með litlum fyrirvara, sem er útilokað á Noma. Önnur eins veitingahús og þessi tvö finnast ekki í Reykjavík.