Juncker spillir Evrópu

Punktar

Eftir vondan Barroso fær Evrópusambandið skelfilegri Jean-Claude Juncker sem forstjóra. FYRSTA VERK hans var að setja vondan olíubófa frá Spáni í embætti umhverfisstjóra Evrópu. Ég var lengi Evrópusinnaður, þótt Barroso hafi ítrekað leitt sambandið á villigötur. En nú kastar fyrst tólfunum. Juncker gerir úlf að forstjóra hænsnabús. Miguel Arias Cañete er versti olíugaukur Spánar, þekktur skattsvikari, dóni og óvinur umhverfisverndar. Verði ráðning hans sem umhverfisstjóra staðfest, er um leið lokið stuðningi mínum við bandalagið. Það gaf mörgum svo víðar vonir, en er orðið að svartholi, sem gerir risafyrirtæki að ígildi þjóðríkja.