Jörundur & Eilífur

Frá þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum um Jörund og Eilíf að Ási í Kelduhverfi.

Áður fyrr var þetta önnur aðalleiðin milli Mývatns og Kelduhverfis. Í Austaraseli bjó upp úr miðri nítjándu öld Jón gæzka Jónsson, sem sagður var hafa skorið grastoppa með hníf og tínt í poka til vetrarfóðurs. Í Hlíðarhaga við Eilífsvatn var búskapur á síðari hluta 19. aldar.

Byrjum á þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum við farveginn Austaraselslind. Förum um eyðibýlið Austarael og norðaustur yfir Jörundargrjót að fjallinu Jörundi. Förum um skarð milli fjallsins og smáfells suðvestan þess. Síðan meðfram Jörundi að vestanverðu og sveigjum þar til norðausturs fyrir Hágöng. Síðan aftur til norðurs að fjallaskálanum Hlíðarhaga við Eilífsvatn. Förum austan vatnsins og síðan austan fjallsins Eilífs og þvert norður yfir Grjótháls og Svínadalsháls niður í Svínadal í Kelduhverfi. Þaðan er reiðleið um Jökulsár-þjóðgarðinn, sem nú er orðinn hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Leiðin merkt sem slík í Ásheiði, og komið niður að þjóðvegi 85 við Ás í Kelduhverfi.

32,2 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Hlíðarhagi: N65 45.845 W16 36.845.
Svínadalur: N65 55.000 W16 32.000. Hestagirðing

Nálægir ferlar: Péturskirkja, Sund, Þeistareykjabunga.
Nálægar leiðir: Dettifossvegur, Dettifoss, Hólmatungur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins