Jón Gnarr forseti

Punktar

Get vel hugsað mér að kjósa Jón Gnarr sem forseta Íslands. Væri fráhvarf frá langvinnri hertöku pólitísks bófa. Jón Gnarr yrði viðurkenning heimskrar þjóðar á, að hún hafði rangt fyrir sér um Ólaf Ragnar. Jón Gnarr hafnar valdastreitu og fínimannsleik. Hann lendir ekki heldur í klóm Pútíns eða Xi Jinping, semsagt feilreiknar ekki.  Hlaut yfirgnæfandi fylgi þeirra fáu, sem gátu ákveðið sig í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Það er góðs viti. En kannski hringir drottinn allsherjar aftur í Ólaf Ragnar og biður hann bjarga þjóðinni enn einu sinni. Þá verður fjandinn laus og þjóðin fylgir frelsara sínum. Enn er langt til stefnu.