Jón er skárri en þær

Punktar

Við ákvörðun um Norðlingaölduveitu hefur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra greinilega vandað sig betur en ráðherrar orkumála og umhverfismála, sem ákváðu Kárahnjúkavikrkjun með handafli gegn niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samkvæmt úrskurði hans verður ekki ráðizt beint á alþjóðlega viðurkennt friðland Þjórsárvera. Einn galli er þó á gjöf Jóns, að hann leyfir meiri vatnstöku úr ofanverðri Þjórsá en Landsvirkjun sjálf hafði fallizt á í Þjórsáveranefnd. Skoða þarf betur, hvort þessi aukna vatnstaka muni lækka grunnvatnsborð Þjórsáravera og þar með leiða til jarðvegsfoks og eyðileggingar í Þjórsárverum. Skynsamlegt er því að fresta svokölluðum sjötta áfanga Norðlingaölduveitu, unz niðurstaða fæst í grunnvatnsmálinu.