Jól stéttaskiptingar

Punktar

Stóra pólitíkin snýst um aukna stéttaskiptingu og aukið bil milli stétta, aukna fátækt. Sjálfsfróun forsætis og fjármála megnar ekki að slá ryki í augu fólks. Við sjáum venjulegt láglaunafólk fara á sósíalinn eða fá aðstoð samtaka, sem sinna velferð. Við sjáum þá óheppnu, er slösuðust, lentu í örorku, langvinnum sjúkdómum, svo og einstæðinga og barnafólk. Alla velferð slíkra sker ríkið niður til að geta gefið auðgreifum tugi milljarða á ári. Við búum við hættulega ríkisstjórn og fáráðan stjórnarmeirihluta, sem vilja ekki sjá veruleikann. Þess í stað láta afleitu bófaflokkarnir foringjana ljúga Undralandi upp á ástandið.