Jól í álnum og gírnum

Punktar

Jólin voru hátíð kaupmanna löngu fyrir daga Krists. Þegar þetta var hátíð hækkandi sólar, slógu kaupmenn upp markaðsdegi til að gleðja fólk og létta pyngju þess. Þannig urðu síðar til ótal hátíðir, síðast Valentínusardagur. Það er árþúsunda ára trikk að gera fólk glatt til að losa um tök þess á pyngjunni. Þannig eru núna jólin nær uppruna sínum en nokkru sinni fyrr. Við verðum seint sökuð um að hafa ekki gamlar hefðir í heiðri. Enda er bjart yfir kaupmönnum í sjónvarpi á þessari vertíð. Þar var kreppan gleymd. Flest hefur selzt vel, jafnvel bækur. Við erum aftur komin í álnir. Og í gírinn. Gleðileg jól.