Jökulfall

Frá Ásgarði í Kerlingarfjöllum til Svartárbotna á Kili.

Tengileið á jeppavegi milli leiða á Kili og leiða á Hreppaafréttum. Leiðin liggur um brú á Jökulfalli.

Kerlingarfjöll eru brött fjallaþyrping suðvestan Hofsjökuls. Þau rísa upp í 1100-1400 metra hæð af 700 metra hásléttu. Litrík og gróðurlítil, sum úr líparíti Norðvestan í þau skerast Hveradalir, þar sem lengi var í Ásgarði rekinn sumarskóli fyrir skíðafólk. Þar er nú rekin ferðamiðstöðin Fannborg í 700 metra hæð. Þaðan er jeppaslóð upp í 1000 metra hæð. Í Ásgarði og Svartárbotnum er aðstaða fyrir hestaferðamenn.

Förum frá ferðamiðstöðinni í Ásgarði efir jeppavegi yfir á Kjöl. Fyrst vestur að brú á Jökulfalli yfir fossinum Hvini og síðan áfram vestur með fljótinu að vegamótum á Kili, þjóðvegi 35. Með þeim vegi til norðurs er stutt leið í Gránunes í Svartárbotnum, þar sem er fjallaskáli.

10,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Kerlingarfjöll: N64 41.074 W19 18.119.
Svartárbotnar: N64 44.630 W19 25.927.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Illahraun, Miklumýrar, Hrunamannaafréttur.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort