Jóðsóttin og músin

Punktar

Nokkrum sinnum hef ég lýst undrun minni á seinagangi Sérstaks saksóknara. Hef bent á margsvikin loforð hans um ákærur á næsta leiti. Nú eru að bætast við fleiri áhyggjuefni. Ekkert virðist koma út úr ýmissi tækni, sem beitt er við rannsókn mála. Skjöl eru tekin í húsrannsókn, en ekkert af þeim er lagt fyrir dóm sem málsgagn. Símar eru hleraðir mánuðum saman, en ekkert símtal er lagt fyrir dóm sem málsgagn. Mikið er í húfi í málum þessum, Exista ein skiptir tugum milljarða. Eðlilegar eru húsrannsóknir og símhleranir í svo viðamiklum málum. En við búumst ekki við mús, þegar fjallið tekur jóðsótt.