Jeppalaus víðátta

Hestar

Spennandi slóðir göngufólks eru að baki hinna umtöluðu Grímsstaða á Fjöllum. Ein leiðin liggur norður um Mynni upp á Búrfellsheiði, sem er stærsta gróna heiðaland okkar. Algengast er að fara um Álandstungu niður í Áland, en aðra leið er hægt að fara niður í Svalbarð, hvort tveggja í Þistilfirði. Austur frá Grímsstöðum liggur Haugsleið austur í Vopnafjörð. Af þeirri leið liggur leið um vel gróinn Heljardal til Þistilfjarðar. Dimmifjallgarður er syðri leið til Vopnafjarðar. Norður í Öxarfjörð liggur leiðin Hestatorfa. Að baki leiðanna er gífurleg víðátta, þar sem nánast útilokað er að mæta jeppum.