Ný ríkisstjórn þarf að jafna skatta. Hún þarf að hafa fjármagnstekjuskatt jafnháan og vinnutekjuskatt og vinnutekjuútsvar. Eitt forhertasta einkenni frjálshyggjunnar var, að alþýðan var skattlögð 40%, en auðmenn aðeins 10%. Auðvitað er ekkert réttlæti í slíku. Samfylkingin bar því miður fulla ábyrgð á þeirra skipan. Ný ríkisstjórn þarf að koma upp réttlæti í samfélaginu. Sama skattprósenta á allar tegundir tekna er lykillinn að því réttlæti. Með því að hækka fjármagnstekjuskatt fást auknar tekjur, sem ríkið sárvantar um þessar mundir. Ný stjórn má ekki kikna í hnjáliðunum fyrir hagsmunaaðilum.
