Jafnaskarð

Frá Háreksstöðum í Norðurárdal um Grábrók að Torfhvalastöðum í Langadal.

Tengileið milli Norðurárdals og Langadals.

Jafnaskarðsskógur er afgirtur og friðaður. Þar eru merktar gönguleiðir og reiðgötur.

Förum frá Háreksstöðum suðvestur með þjóðvegi 528 meðfram Norðurá að austanverðu, um Hafþórsstaði, Skarðshamra og Glitstaði. Þar förum við yfir Norðurá á brú og síðan upp með Norðurá stuttan kafla og svo norður yfir þjóðveg 1 að Brekku. Þaðan förum við reiðslóð að baki Grábrókar um Húsadal að Hreðavatni. Þar förum við á jeppaveg, sem liggur suður hlíðina og að suðurenda Selvatns, síðan suður með Stóramúla og Múlakotsmúla, um Jafnaskarð að Múlakoti. Þaðan förum við jeppaslóðina áfram fyrir múlann og norður í Grímsdal. Þann dal förum við norður og síðan norðvestur upp úr honum sunnan við Beilárheiði og norðan við Staðarhnjúk. Erum þar í 300 metra hæð. Förum síðan vestur og niður á Beilárvelli og áfram vestur með Langavatni að fjallaskálanum Torfhvalastöðum.

32,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Torfhvalastaðir: N64 46.940 W21 45.546.

Nálægir ferlar: Sanddalur, Sópandaskarð, Hábrekknavað.
Nálægar leiðir: Fiskivatn, Langavatn, Klif.

Skrásetjari: Steingrímur Kristinsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Steingrímur Kristinsson