Að segja Sjálfstæðisflokkinn hafa 45% fylgi samkvæmt könnunum er eins rangt og að segja Ólaf Ragnar og Þóru hafa 45% fylgi hvort um sig. Þá er eftir að telja þá, sem ekki hafa ákveðið sig. Fráleitt er að telja þau atkvæði munu falla eins á framboðin og atkvæði hinna. Ólafur Ragnar og Þóra hafa hvort um sig 30% fylgi. Ókomið framboð gæti reynzt hafa meira fylgi, ef það höfðaði eindregið til óákveðinna. Þegar vantaldir í könnunum eru reglubundið yfir 35%, er óhætt að segja, að útkoma kosninga sé opin í alla enda. Endurteknar ýkjufréttir um fylgi flokka og forsetaframboða rugla fólk bara í ríminu.