Ítrekað upp í kok

Fjölmiðlun

Einu sinni skrifaði ég mikið um landbúnað. Ætli það hafi ekki verið á æviskeiði Dagblaðsins. Því meira, sem ég skrifaði, þeim mun skrautlegra varð ástandið á þessu gæludýri undralandsins. Ég gat bara ekki skrifað meira, hvergi var heil brú í veruleikanum. Löngu síðar skrifaði ég mikið um Ísrael. Því meira, sem ég skrifaði, því skrautlegri varð firring Ísraels. Þar kom, að ég gat ekki skrifað meira, veruleikinn versnaði sífellt. Hef nú verri óþægindi í vélindanu eftir að hafa skrifað ógrynni um skrautlegustu ríkisstjórn sögunnar. Búinn er að segja allt ótal sinnum um ríkisstjórn bófaflokkana, sem hraðversnar samt með hverri viku.