Ísrael einangrast

Punktar

ÍSRAEL einangrast hægt og bítandi undir forustu Benjamin Netanyahu. Hann hefur lítil svör við atburðarásinni. Dómstóll Evrópusambandsins hefur tekið Hamas á Gaza út af terroristaskrá. Þing Evrópusambandsins hefur samþykkt Palestínu sem ríki. Bandaríkin eru orðin einangruð í Sameinuðu þjóðunum vegna stuðnings við Ísrael og ná þar engu öðru fram. Fyrirlitin ítreka þau vetó í öryggisráðinu. Netanyahu gargar bara um helför gyðinga fyrir sjö áratugum. Evrópumenn nútímans bera samt enga ábyrgð á henni og stofnuðu Evrópusamband til að hindra þjóðrembu og rasisma í nútíð og framtíð. Dagar rasisma og hryðjuverka Ísraels eru taldir.