Íslenzkur fréttavefur

Punktar

Mér líst vel á, að Pétur Gunnarsson og Andrés Jónsson stofni fréttavef á netinu. Tækni og tími kalla á slíkt framtak. Því meira sem ég les um vefinn og veftengda farsíma, þeim mun meira trúi ég á gagnvirku fréttamiðlunina. Hefðbundnir fjölmiðlar munu eiga erfitt með standast áhlaup breytinganna. Áskrifendum fækkar og horf á auglýsingar minnkar. Framtak og nýjungar lyfta veraldarvefnum, óendanlegum hafsjó mismunandi gagnlegra upplýsinga. Ég nota nærri eingöngu vefinn til að finna upplýsingar. Þótt flestar séu þær raunar upprunnar í fagmennsku hefðbundinna fjölmiðla, sem á undir högg að sækja.