Íslenzkir hrægammar

Punktar

Nú rennur upp fyrir almenningi, að hrægammarnir voru ekki vogunarsjóðir, heldur íslenzkir auðgreifar og valdagreifar. Keyptu í þrotabúum bankanna fyrir 3% af nafnverði. Þar á meðal er Sigmundur Davíð, sem græddi tugi milljóna á að semja um lágt stöðugleikaframlag í staðinn fyrir háan stöðugleikaskatt. Sat báðum megin borðs. En hann var ekki einn. Enn er eftir að birta 600 nöfn Íslendinga. Fyrir utan þá, sem notuðu aðra heildsala en Mossack Fonseca. Gróði íslenzkra greifa mælist alls í hundruðum milljarða. Til viðbótar við gróðann af að skafa gömlu bankana að innan og fela gjaldeyrinn á annarri kennitölu á aflandseyjum.