Íslenzk skyndimenntun

Punktar

Misráðið er að stytta skólakerfið. Miklu nær væri að lengja það. Bæta við einu menntaskólaári í heimspeki, siðfræði og hugtakafræði. Háskólar útskrifa núna meira eða minna skyndimenntað fólk. Sjáið hagfræðingana, sem raða upp rugli á forsendum marklausra áróðurs-hugtaka á borð við framleiðni og hagvöxt. Sjáið lögfræðingana, sem kunna eingöngu orðhengilshátt. Sjáið guðfræðingana, sem eru útlærðir í biblíusögum og mistúlkun einnar ritningar. Stytting menntaskólanna mun enn frekar tryggja, að skyndimenntað fólk streymi úr háskólum, þjóðinni til vandræða. Nær er að lengja tímann og gefa fólki séns á að komast til þroska.