Tvær heyrnarlausar og þroskaheftar konur voru misnotaðar á menninarhátíð heyrnarlausra fyrir tæpu ári. Þegar þetta er skrifað, hafa málin ekki verið kærð. Vandamálafræðingar hjá Félagi heyrnarlausra, félagsmálastjórn Kópavogs og félagsmálaráðuneytinu hafa spekúlerað. Samt hefur málið ekki verið kært. Vinnubrögðin eru þáttur í þagnarást Íslendinga. Í trú þeirra á, að allt sé gott og rétt og verði endanlega staðfest fyrir Drottni með lygum í minningargreinum. Enginn klafi á þjóðinni er þyngri en sá, sem felst í orðunum: Oft má satt kyrrt liggja. Hin íslenzka Omerta
