Hvað sem verður um Íslendinga í framtíðinni, þá er sumarljóst, að íslenzki hesturinn er sjarmör, sendiherra og sigurvegari. Íslenzkir hestar eru orðnir tvöfalt fleiri í útlöndum en hér á landi. Í Þýzkalandi einu eru eins margir íslenzkir hestar og eru hér á landi. Þegar Íslendingar verða búnir að missa tungumálið og verða öllum gleymdir, svo sem réttlátt er vegna hræsni þeirra og félagslegs rétttrúnaðar, þá mun íslenzki hesturinn blómstra víða um heim og íslenzka enn vera notuð sem tungumál í nöfnum tugþúsunda íslenzkra hesta.
