Íslandsmet í kennitöluflakki

Punktar

Eitt athafnaskáldið hefur skipt 29 sinnum um kennitölu á sjö árum. Tugmilljarða skuldaslóð slíks höfðingja spillir auðvitað öllu kringum hann. Þyngsta ábyrgð bera bankar og sjóðir, sem sjósetja svona vitleysing 29 sinnum. Fleiri komast á verðlaunapall. Tveir hafa skipt 22svar um kennitölu hvor á þeim tíma, líka með hjálp banka. Aðferðin er ætíð eins, búið er hreinsað af eignum og skilið eftir með skuldir. Tjónið af völdum flakkaranna nemur þjóðfélagið hærri fjárhæðum en samanlagðar skuldir þess. Yfir hundrað milljarðar brenna árlega, sumt hverfur til Tortola. Dýrt er að hafa stjórnvöld, sem stöðva ekki glórulausa siðblindu.