Ísland er svart og spillt

Punktar

Evrópska stofnunin gegn spillingu, GRECO, gaf í vikunni út svarta skýrslu um bófa Íslands. Þar er kvartað um, að landið hafi lítið mark tekið á fyrri skýrslum um lélega stöðu landsins í pólitískri spillingu. Almennt ræðir skýrslan vanefndir Íslands á tíu mikilvægum sviðum. Þar er tekið á skorti á hagsmunaskráningu og á skorti á reglum um samskipti ríkisins við sérhagsmunaaðila. Ríkisstjórninni er gefinn kostur á að koma átján athugasemdum í lag fyrir 30. september í haust. Komið verði upp góðu eftirliti og settar skýrar reglur um verndun uppljóstrara. Sérstaklega er bent á lausagang lögreglunnar í reglum um meðferð siðferðismála.

GRECO