Ísland er ónýtt

Punktar

Eftir vetur endalausra frétta af vangetu íslenzkrar stjórnsýslu spyr Margrét Tryggvadóttir þingmaður í bloggi sínu: Er Ísland ónýtt? Nýjasta dæmið er yfirgengilegt klúður lögreglunnar í viðbrögðum við sprengju á Hverfisgötu. Og klúður Reykjavíkurborgar í rekstri öryggismyndavéla, af sama tilefni. Í fréttum voru áður Matvælastofnun, embætti Landlæknis, Útlendingastofnun, Persónuvernd, Fjármálaeftirlit, Umhverfisstofnun og Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Ég er sammála Margréti. Alls konar stofnanir eru settar á fót til málamynda til að koma óvinnufærum kvígildum stjórnmálaflokkanna á kaup.