Ísland er ekki DoHop

Fjölmiðlun

Kjarninn reynir í fyrirsögn að telja þér trú um, að 82% Íslendinga hafi ferðast til útlanda árið 2014. Samt er langt í frá, að notendur DoHop samsvari þjóðinni almennt. Þetta er ekki sama mengi. Þótt notendur DoHop fari mikið til útlanda, segir það ekkert um Íslendinga almennt. Fyrirsögnin var bara þetta venjulega hugsunarleysi, sem í allt of miklum mæli einkennir fjölmiðla okkar. Ég hefði samt frekar búist við þessu í einhverjum öðrum fjölmiðli. En við þurfum alltaf að gæta okkar. Fullyrðingar í fjölmiðlum eru oft vafasamar og stundum rangar, ættaðar frá almannatenglum. Og því miður eru þær stundum viljandi falsaðar.