iPod í farsímum

Punktar

Stærsta farsímafyrirtæki Bandaríkjanna, Cingular Wireless, mun tilkynna í þessari viku, að það bjóði upp á samtvinnað niðurhal á tónlist, þar sem Motorola leggur til farsímatækin og Apple Computer leggur til iTunes, hugbúnaðinn, sem er lykillinn að velgengni iPod tölvanna. Nokia og Sony Ericsson hafa þegar sett af stað tónlistarsíma, en Motorola er fyrsta fyrirtækið, sem nær samkomulagi um iPod aðferðina við niðurhal tónlistar. Málsaðilar telja, að þetta samstarf Motorola og Apple, sem boðað var fyrir ári, muni leiða til miklu hraðari aukningar á vinsældum tónlistarsíma.